Beitir NK og Börkur NK : Ljósm.Þorgeir Baldursson

Kolmunnaveiðin á miðunum við Færeyjar hefur verið misjöfn síðustu daga. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri á Beiti NK segir að nú sé veiðin frekar róleg og eftir þetta megi búast við að hún fari að daprast verulega. Beitir er kominn með 1600 tonn í 5 holum. Börkur NK lagði af stað af miðunum með fullfermi í gærmorgun og er hann væntanlegur til löndunar á Seyðisfirði í kvöld.

Það er farið að síga á seinni hluta kolmunnavertíðarinnar og eru allmörg skip búin með kvótann eða við það að klára hann. Beitir er hugsanlega í sínum síðasta túr en Börkur á sennilega einn túr eftir að þessum loknum.