Beitir NK er á leið í slipp. Ljósm. Smári GeirssonBeitir NK er á leið í slipp. Ljósm. Smári GeirssonKolmunnaveiðin í færeysku lögsögunni hefur verið misjöfn síðustu daga. Í fyrradag var aflinn heldur lélegur en mun betri í gær. Börkur NK fékk til dæmis 260 tonn í gær og Bjarni Ólafsson AK fékk 300 tonn og fyllti. Bjarni Ólafsson er væntanlegur til Neskaupstaðar síðdegis í dag. 
 
Beitir NK landaði 2.300 tonnum af kolmunna í Neskaupstað um síðustu helgi og er nú verið að undirbúa skipið fyrir slipptöku á Akureyri. Þar verður Beitir botnskoðaður og málaður ásamt því að ljósvélin verður tekin upp. Gert er ráð fyrir að Beitir verði á Akureyri í um það bil mánuð, en skipið mun síðan halda til makrílveiða.