Barði NK.  Ljósm. Guðlaugur BirgissonFrystitogarinn Barði NK hélt til úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg hinn 8. maí sl. og hóf hann veiðar hinn 10. maí. Aflabrögð hafa verið mjög góð frá upphafi og hefur afkastageta frystitækjanna um borð verið fullnýtt.

Ráðgert er að skipið millilandi um 180 tonnum af frystum afurðum í Hafnarfirði nk. laugardag. Ætti löndun að vera lokið á laugardagskvöld og þá verður á ný haldið á úthafskarfamiðin. Síðan er áformað að veiðiferðinni ljúki í Neskaupstað fyrir sjómannadag.