Motta á mjölsílói. Ljósm. Hákon ErnusonMotta á mjölsílói. Ljósm. Hákon ErnusonÍ dag, föstudaginn 13. mars, hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að blómstra. Í gær fengu loðnuskip Síldarvinnslunnar, Birtingur og Börkur, veglega mottu sem þeir munu skarta út mánuðinn. Karlarnir í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað vildu ekki vera neinir eftirbátar og í morgun fékk eitt mjölsílóanna samskonar mottu og skipin fengu í gær. Allir sem eiga leið fram hjá verksmiðjunni munu geta séð hvað mottan fer sílóinu vel.