Mjög góð loðnuveiði er núna fyrir sunnan og eru skipin að fiska vel. Erika GR landaði á Seyðisfirði 1.000 tonnum í morgun og heldur strax aftur til veiða. Börkur NK landar fullfermi á Seyðisfirði í dag og heldur strax aftur tilveiða. Vilhelm EA er að landa um 1.800 tonnum í Helguvík í dag. Beitir NK er að veiðum.
Bjartur NK og Barði NK eru báðir að veiðum.