Polar Amaroq í dag. Ljósm. Þorgeir BaldurssonUpp úr hádegi í dag hófst afar góð veiði á loðnumiðunum úti fyrir Vestfjörðum. Skipin hafa verið að fá mjög stór köst eða allt upp í 700 tonn. Sem dæmi má nefna að Börkur hefur fengið 1100 tonn í tveimur köstum og var að ljúka við að dæla 650 tonnum um klukkan hálf sex. Bæði Beitir og Birtingur hafa einnig verið að fá góðan afla og þegar þetta er skrifað er Polar Amaroq með stórt kast á síðunni. Að sögn Geirs Zoëga skipstjóra á Polar Amaroq er mikla loðnu að sjá á miðunum.

Börkur NK og Beitir NK á miðunum. Ljósm. Geir ZoëgaMeðfylgjandi myndir eru teknar á miðunum í dag og tók Geir Zoëga aðra þeirra um klukkan hálf sex. Á henni er Börkur NK til vinstri að ljúka við að dæla og til hægri er Beitir NK að hefja dælingu. Hina tók Þorgeir Baldursson af Polar Amaroq að kasta í dag.