Mokveiði var í gær á miðunum og fylltu þau skip sig sem þar voru í ágætis veðri.

Beitir NK fyllti í gær og verður í Neskaupstað um 15:00 í dag, unnið verður úr honum bæði í bræðslu og frystingu.  Erika fyllti í gær og er að landa fullfermi í Helguvík núna. Birtingur NK er að landa fullfermi í Neskaupstað í dag, unnið er úr honum bæði í bræðslu og frystingu.  Bjarni Ólafsson AK landaði fullfermi í Neskaupstað í nótt og er á leiðinni á miðin.  Vilhelm EA landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og Börkur NK er að landa fullfermi þar núna.  Hákon EA er að veiðum.

Bjartur NK er að landa um 70 tonnum í dag og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.
Barði NK er að veiðum.