Bjarni Ólafsson AK er væntanlegur með fyrstu NÍ síldina á þessari vertíð í dag og ráðgert er að vinna aflann í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. ef síldin reynist hæf til vinnslu.  Skipið fékk aflann í flotvörpu djúpt norð-austur af Langanesi.  Birtingur NK hefur reynt við síldina með nót en án árangurs og kemur til Norðfjarðar í dag og tekur um borð flotvörpu.
Börkur NK er að kolmunnaveiðum.

Bjartur NK landaði um 40 tonnum á miðvikudag og hélt aftur til veiða sama dag.  Bjartur NK er væntanlegur aftur til löndunar á þriðjudaginn 26. maí.
Barði NK hélt til veiða laugardaginn 16. maí og er væntanlegur til löndunar 5. – 6. júní n.k.