Mjóeyrarhafnar var 54 mínútur á leiðinni þegar farið var yfir Oddsskarð en með tilkomu Norðfjarðarganganna er hann einungis 26 mínútur á leiðinni. Það sjá allir á þessu hve göngin skipta miklu máli og þess skal getið að í þessari viku höfum við flutt 24 frystigáma frá Síldarvinnslunni þessa leið. En Norðfjarðargöngin spara meira en tíma. Með tilkomu þeirra minnkar mikið slit á bílunum, olíueyðsla minnkar mikið og dekkjaslit einnig. Fyrir utan það að þurfa ekki að fara yfir erfiðan fjallveg þá stytta Norðfjarðargöng vegalengdina um 4 km. og það eru 8 km. fram og til baka. Það er alls ekki lítil stytting. Síðast en ekki síst skal minnst á hið aukna öryggi. Nú má segja að leiðin til og frá Neskaupstað sé þægileg og örugg en það var hún ekki þegar þurfti að fara yfir skarðið í alls konar veðrum og við alls konar aðstæður. Norðfjarðargöng eru svo sannarlega þarft mannvirki sem á eftir að breyta miklu og hafa víðtæk jákvæð áhrif á margt hér eystra,“ sagði Rúnar.
Rúnar Gunnarsson rekstrarstjóri hjá Eimskip-Flytjanda segir að ljóst sé að hin nýju Norðfjarðargöng valdi algerri byltingu í landflutningum frá og til Neskaupstaðar. Eimskip-Flytjandi annast meðal annars flutninga á frystum fiski frá Síldarvinnslunni og eru þeir mjög umfangsmiklir nánast allt árið, ekki síst á meðan á loðnuvertíð stendur. Þar fyrir utan eru miklir flutningar á fiski frá bátum sem landa á Norðfirði. Heimasíðan hafði samband við Rúnar Gunnarsson og spurði hann hver reynslan væri af Norðfjarðargöngum fyrstu vikuna eftir opnun þeirra. „Þetta er í einu orði sagt stórkostleg samgöngubót, sannkölluð bylting. Við sem önnumst þungaflutninga finnum ekki síst fyrir því hvað þetta glæsilega mannvirki breytir miklu. Það má nefna að í gær þurftum við að flytja 11 frystigáma frá Síldarvinnslunni til Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði. Til þessa hafa slíkir flutningar með tveimur bílum tekið einn og hálfan dag en í gær var þeim lokið um miðjan dag. Þetta er í reyndinni ótrúlegt. Flutningabíll frá frystigeymslu Síldarvinnslunnar til