Sl. miðvikudag sigldi Börkur NK norður til Akureyrar þar sem skipið verður snurfusað fyrir væntanlega síldar- og makrílvertíð. Skipstjóri á Berki á norðursiglingunni var Sigurbergur Hauksson. Þegar norður var komið flutti áhöfnin sig um borð í gamla Börk (Birting NK) sem þá var nýkominn úr slipp og sigldi honum heim til Neskaupstaðar. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar þeir feðgar, gamli og nýi Börkur, lágu saman við slippkantinn á Akureyri. Það var Þorgeir Baldursson sem tók myndina.