Norska loðnuveiðiskipið Storeknut. Ljósm: Hákon Ernuson
Norsk loðnuskip hafa komið til Neskaupstaðar undanfarna daga og landað afla sínum í fiskiðjuverið. Sl. föstudag kom Selvaag Senior með 245 tonn en hann þurfti einnig á viðgerðarþjónustu að halda. Í morgun kom síðan Storeknut með 720 tonn og Sjobris er væntanlegur síðar í dag með 520 tonn.
 
Norsku skipin veiða loðnuna í nót og er loðnan sem þau koma með heldur stærri en loðnan sem veidd er í troll.
 
Heldur léleg loðnuveiði var hjá íslensku skipunum í gærkvöldi og í nótt var skítabræla á miðunum. Vonast er til að veðrið batni þegar líður á daginn.