Norsk loðnuskip í Norðfjarðarhöfn. Fremst á myndinni er Gardar (áður Beitir NK), næst Krossfjord og þá Havsnurp. Fjærst liggur síðan Havdrøn. Ljósm. Hákon ErnusonNorsk loðnuskip í Norðfjarðarhöfn. Fremst á myndinni er Gardar (áður Beitir NK), næst Krossfjord og þá Havsnurp. Fjærst liggur síðan Havdrøn. Ljósm. Hákon ErnusonNorsk loðnuskip halda áfram að koma til Neskaupstaðar með loðnufarma og því er unnið af miklum krafti í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Krossfjord landaði rúmlega 400 tonnum á laugardag og strax í kjölfarið var landað 450 tonnum úr Havdrøn. Nú er verið að landa 500 tonnum úr Havsnurp og Gardar (áður Beitir NK) bíður löndunar með um 500 tonn. Nú eru norsku skipin búin að veiða um 40.000 tonn af loðnu á vertíðinni en það er um 2/3 af heildarkvóta þeirra.
 
Alls hafa norsk loðnuskip komið með tæplega 6.000 tonn til Neskaupstaðar á vertíðinni og fer öll loðnan til manneldisvinnslu. Hráefnið hefur reynst afar gott til frystingar og flokkast sáralítið frá við vinnsluna. Veðurútlit á loðnumiðunum er heldur dapurt og útlit fyrir rysjótta tíð næstu daga. 
 
Síðustu fregnir herma að þrjú norsk loðnuskip til viðbótar séu á leið til Neskaupstaðar með samtals 1.200 tonn. Það eru Birkeland, Havfisk og Ligrunn.