Börkur NK landaði í gær um 100 tonnum af NÍ síld á Seyðisfirði og síðar sama dag um 200 tonnum til vinnslu hjá Fiskiðjuveri SVN.  Birtingur NK landaði einnig í gær um 800 hundruð tonnum af NÍ síld á Norðfirði og þar af fóru um 150 tonn til vinnslu hjá Fiskiðjuveri SVN.
Bæði Börkur NK og Birtingur NK héldu aftur til veiða í nótt.

Bjartur NK landaði á Norðfirði s.l. þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK hélt aftur til veiða í gær.
Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar um 5. júlí.