
Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að ræða togskip sem er 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þess er 611 brúttótonn. Skipið er m.a. búið tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum.
Afhending skipsins fór fram með viðhöfn í morgun og er gert ráð fyrir að það sigli áleiðis til Íslands á morgun. Bergey mun halda beint til Akureyrar þar sem Slippurinn mun annast frágang á millidekki og gæti verið komin þangað á laugardagskvöld. Væntanlega mun Bergey ekki koma til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrr en einhvern tímann í desembermánuði.

Ljósm. Guðmundur Alfreðsson