svnbokin07c.jpgÍ tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar kemur út í dag bókin Síldarvinnslan hf. svipmyndir úr hálfrar aldar sögu eftir Smára Geirsson. Í bókinni er brugðið upp svipmyndum úr sögu Síldarvinnslunnar sem um þessar mundir er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis. Í svipmyndunum koma fram lykilupplýsingar um þróun fyrirtækisins en saga þess ber öll merki þeirra sviptinga sem íslenskur sjávarútvegur hefur gengið í gegnum síðustu fimmtíu árin.

  Bókin er um 200 blaðsíður í stóru broti og prýða hana á þriðja hundrað ljósmyndir sem hver og ein segir sína sögu. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út en hún er prentuð í prentsmiðjunni Odda. {nomultithumb}