Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar undirritar pappíra við afhendingu nýrrar Vestmannaeyjar. Ljósm.: Guðmundur Alfreðsson.
Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun.
Vestmannaey mun væntanlega sigla inn í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 á morgun. Formleg móttökuathöfn verður haldin í haust þegar systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, kemur til heimahafnar, en Bergey er í smíðum hjá Vard í Aukra í Noregi.
Áhöfn Vestmannaeyjar sem siglir skipinu til landsins. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson