Nýi Beitir NK í höfninni í Skagen áður en var haldið heim á leið. Ljósm. Karl Jóhann BirgissonNýi Beitir NK í höfninni í Skagen áður en var haldið heim á leið. Ljósm. Karl Jóhann BirgissonHinn nýi Beitir mun sigla inn Norðfjörð kl. 11 á Þorláksmessu. Eru íbúar hvattir til að leggja leið sína niður á hafnarbakkann í miðbænum til að fagna skipinu enda um að ræða stærsta harða pakka sem Norðfirðingar hafa fengið um jól. Beitir mun við komuna sigla um fjörðinn svo allir geti virt fyrir sér hið glæsilega skip.
 
Sunnudaginn 27. desember verður móttökuathöfn í skipinu kl. 15 og það verður síðan til sýnis til kl. 17. Allir eru þá hjartanlega velkomnir um borð.
 
Beitir er stærsta uppsjávarskip í eigu Íslendinga og reyndar stærsta skip sinnar tegundar sem stundar veiðar í norðanverðu Atlantshafi. Árið 1973 festi Síldarvinnslan kaup á Berki sem þá var stærsta uppsjávarskip í eigu Íslendinga. Þegar Börkur var væntanlegur til landsins hinn 10. febrúar árið 1973 sagði Jóhann K. Sigurðsson, þáverandi útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar, að hann væri svo ótrúlega stór að það liði yfir hálfan bæinn þegar hann kæmi siglandi fyrir Eyrina. Til gamans er fróðlegt að bera saman þessi tvö skip:
 
  Börkur (1973) Beitir (2015)
Stærð 711 brúttó tonn 4.138 brúttó tonn
Burðargeta 750 tonn (mest 1.150 síðar) 3.200 tonn
Aðalvél 1.200 hö 7.000 hö + 2.950 hö (hjálparvél)

Börkur NK (Stóri-Börkur) kemur til hafnar með fyrsta fullfermið í febrúar 1973. Ljósm. Guðmundur SveinssonBörkur NK (Stóri-Börkur) kemur til hafnar með fyrsta fullfermið í febrúar 1973. Ljósm. Guðmundur Sveinsson