Nýi Börkur NK á siglingu undir Norðfjarðarnípu. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Það var logn og blíða þegar nýi Börkur sigldi inn Norðfjörð um hádegisbilið í dag í fylgd Beitis. Það ríkti hátíðarstemmning í Neskaupstað og það voru margir til að dást að hinu glæsilega skipi. Skipin tvö sigldu fram og aftur um fjörðinn fánum prýdd og þeyttu skipsflauturnar ákaft. Það eru ávallt tímamót þegar tekið er á móti nýju skipi, en síðasta nýsmiði sem Síldarvinnslan festi kaup á var rækjufrystitogarinn Blængur sem kom í fyrsta sinn til hafnar í Neskaupstað árið 1993.

Nýi Börkur verður til sýnis um sjómannadagshelgina eins og auglýst hefur verið og á sjómannadaginn kl. 11 fer fram athöfn í Norðfjarðarhöfn þar sem skipinu verður gefið nafn og það blessað. Nánar verður greint frá hinu nýja skipi hér á heimasíðunni eftir helgina.

Nýi Börkur NK og Beitir NK mætast á Norðfirði. Ljósm. Þorgeir Baldursson