Blængur NK í nýju litunum til vinstri og Barði NK til hægri. Ljósm. Smári GeirssoBlængur NK í nýju litunum til vinstri og Barði NK til hægri. Ljósm. Smári GeirssonHér á heimasíðunni hefur verið gerð grein fyrir því að einkennislitum á skipum Síldarvinnslunnar hefur verið breytt. Dökkblár litur hefur leyst ljósari bláan lit af hólmi og hvíti liturinn er ekki eins skjannahvítur og áður. Auðvitað eru skoðanir skiptar þegar breytingar af þessu tagi eiga sér stað en sannleikurinn er sá að ákveðin rök liggja á bak við þær. Í fyrsta lagi er hagkvæmara að hafa skipin dökkmáluð því þá ber minna á ryði og ýmsu hnjaski sem skrokkurinn verður fyrir. Í öðru lagi finnst mörgum hinn dökkblái litur fara skipunum einkar vel og í þriðja lagi er liturinn nær þeim lit sem var á fyrstu skipum Síldarvinnslunnar þegar fyrirtækið hóf útgerð árið 1965. Hvað varðar hvíta litinn þá hefur reynslan sýnt að skjannahvítur litur endurkastar sólarljósi og gerir vinnuaðstæður stundum erfiðar. Nýi liturinn mildar verulega þetta endurkast.
 
Þessari frétt fylgir mynd af togurunum Blængi og Barða í höfn í Neskaupstað. Blængur er málaður hinum nýju litum en Barði er enn í gömlu litunum. Ekkert fer á milli mála að breytingin er töluverð.