Beitir NK er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Ljósm. Guðlaugur Birgisson.Hinn nýi Beitir NK (áður Polar Amaroq) hélt til loðnuveiða í gær. Er þetta fyrsta veiðiferð skipsins undir nýju nafni. Áhöfn Beitis hefur að undanförnu lagt stund á loðnuveiðar á Birtingi NK en honum verður nú lagt að sinni.

Það var í desember sl. sem grænlenska útgerðarfélagið Polar Pelagic festi kaup á norska skipinu Gardar og gekk þáverandi Beitir upp í kaupin. Gardar fékk síðan nafnið Polar Amaroq en eldra skip með því nafni varð eign Síldarvinnslunnar og fékk nafnið Beitir. Síldarvinnslan á þriðjung í grænlenska útgerðarfélaginu Polar Pelagic og annast útgerð á skipi þess.