Öll síldin er flökuð og fryst. Ljósm. Hákon ErnusonStærsta hol Beitis NK í veiðiferðinni  var 460 tonn. 
Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Vinnsla á norsk-íslensku síldinni gengur mjög vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Síldin er stór og nýtingin eins og best verður á kosið. Unnin eru á milli 700-800 tonn á sólarhring, en öll síldin er flökuð og ýmist fryst með hefðbundnum hætti eða vakúmpökkuð. Síðustu dagana hefur vinnslan verið samfelld en framundan er helgarfrí.
 

Stærsta hol Beitis NK í veiðiferðinni var 460 tonn. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonÖll síldin er flökuð og fryst.
Ljósm. Hákon Ernuson

Nú er verið að vinna síld sem Beitir NK kom með sl. nótt. Aflinn er 1.340 tonn og fékkst norðan við á Glettinganesflak. Tómas Kárason skipstjóri segir að vel hafi gengið að veiða. „Við fengum aflann í fjórum holum og það var stutt dregið, eða í tvo til fjóra tíma. Stærsta holið var um 460 tonn. Þessi síld er góð  og það er talsvert mikið að sjá af henni. Á daginn eru stórar torfur niðri og á næturnar koma þær upp. Sú síld sem við fylgdumst með virtist þokast í norður eða norðvestur. Það er ekki hægt annað en lítast vel á áframhaldandi veiði og það er ánægjulegt að sjá hve mikið af norsk-íslenskri síld er inni lögsögunni og skammt frá landi, en þegar við hættum veiðum vorum við um 45 mílur frá Norðfirði,“ segir Tómas.