Starfsmenn sundlaugarinnar, Martin Sindri Rosenthal og Bergvin Haraldsson, við nýja kaldavatnskarið. Ljósm. Hákon ErnusonStarfsmenn sundlaugarinnar, Martin Sindri Rosenthal og Bergvin Haraldsson, við nýja kaldavatnskarið. Ljósm. Hákon ErnusonSíldarvinnslan færði sundlauginni í Neskaupstað nýtt kaldavatnskar á dögunum. Gamla karið var farið að láta á sjá og þörf á endurnýjun. Nýja karið er rautt og flott og tóku starfsmenn sundlaugarinnar því fagnandi.
 
Að sögn Sigurjóns Egilssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkja í Neskaupstað, eru kaldavatnskör á borð við þetta í mörgum sundlaugum á landinu. „Allir aldurshópar virðast nota kalda karið, einkum íþróttamenn en einnig aðrir,“ sagði Sigurjón. „Sú regla gildir þó hér að börn yngri en 14 ára fara ekki í kalda karið. Þegar slíkt kar er ekki til staðar er mikið um það spurt og það gera jafnt íþróttamenn sem  eldri borgarar þannig að þá sjáum við hve vinsæl þessi þjónusta er. Menn trúa því að það sé hollt og gott að fara í heitan pott og kalda karið til skiptis, en mælt er með að menn séu örstutt ofan í kalda karinu, kannski 20-40 sekúndur. Það er afar gott fyrir okkur að vera búin að fá nýtt kar fyrir kalda vatnið og við kunnum Síldarvinnslunni bestu þakkir fyrir gjöfina,“ sagði Sigurjón að lokum.