Börkur NK kemur til heimahafnar í morgunSíldarvinnslan hf. hefur fest kaup á nýju uppsjávarveiðiskipi sem hefur fengið nafnið Börkur NK-122.  Skipið var smíðað í Noregi árið 2000 og er búið öflugum kælibúnaði í 10 RSW tönkum.  Burðargeta skipsins er 1.850 tonn.  Skipstjórar á skipinu verða Sturla Þórðarson og Sigurbergur Hauksson, 8 stöður verða á skipinu og tveir menn um hverja stöðu.  Skipið mun koma í staðinn fyrir eldra skip félagsins með sama nafni en það hefur fengið nafnið Birtingur NK-124.  Allur aðbúnaður starfsmanna er mjög góður og verður hver maður með sér klefa.

Skipið mun halda til veiða strax þegar búið verður að skrá skipið inn til landsins.  Með tilkomu þessa skips er Síldarvinnslan hf. búin að endurnýja uppsjávarflota sinn um 72 ár á s.l. sex árum.  Við erum komin með öflug skip sem falla vel að þeim markmiðum okkar að hámarka virði þeirra aflaheimilda sem við höfum aðgang að.

Við ráðumst í þessa fjárfestingu með framtíðarþróun félagsins í huga og trúum því að stjórnvöldum muni bera gæfa til að lenda deilumálum um stjórn fiskveiða með hagsmuni okkar allra að leiðarljósi.

Meðfylgjandi myndir tók Halldóra Auður Jónsdóttir þegar skipið kom til Norðfjarðar í morgun.

Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri

 

Börkur NK-122

 

 

·       Smíðaár:                   2000 SIMEK A.S  , Noregur

·       Helstu mál:             Loa, 68,3 m x 14,0 m

·       Aðalvél:                    Wartsila NSD 12V32 – 5520 KW/ 750 rpm / 7500 BHP

·       Skrúfa:                      CP í skrúfuhring, þvermál skrúfu 3800 mm

·       Ganghraði:              ca 17 kn

·       RSW:                         2 x 846.070 kcal/h – 1986 KW

·       Lestar:                      1832 m3 í 10 kælitönkum

·       Bógskrúfur:             1 x 950 BHP Brunvoll og 1 x 800 Brunvoll

·       Dekkbúnaður:        Karmoy vindur: 2×83 tonn togvindur

2×30 tonn snurpuvindur, 2x 84 tonna netvindur. Triplex kranar og nótaleggjarar

·       Vistaverur               14 manns