Bjartur NK hélt til veiða s.l. fimmtudagskvöld og er væntanlegur í land á morgun og er uppistaða aflans þorskur og ufsi.
Barði NK er að veiðum.

Börkur NK og Birtingur NK eru að partrolla makríl og síld fyrir austan land.
Margrét EA kom á laugardaginn með makríl og síld til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.