Minningarsjoður GummaBjarna2016

Frá afhendingu styrkja úr Afreksmannasjóði Guðmundar Bjarnasonar í gær. Ljósm: Eysteinn Þór Kristinsson

                Í gær var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Afreksmannasjóði Guðmundar Bjarnasonar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 í minningu Guðmundar Bjarnasonar fyrrverandi bæjarstjóra í Neskaupstað og Fjarðabyggð og fyrrverandi formanns Þróttar en Guðmundur átti á sínum tíma einnig sæti í stjórn Síldarvinnslunnar og Samvinnufélags útgerðarmanna. Síldarvinnslan leggur sjóðnum til fjármuni og er úthlutað úr honum tvisvar á ári.

                Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan íþróttafélagsins Þróttar sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Stjórn Þróttar auk fulltrúa frá Síldarvinnslunni skipa sjóðsstjórnina.

                Að þessu sinni hlutu 14 íþróttamenn styrki úr sjóðnum og eru það allt blakiðkendur sem valdir hafa verið í landslið á árinu. Um er að ræða unglingalandslið (U 16, U 17, U 18 og U 19) og A landslið kvenna. Styrkþegarnir eru eftirtaldir: María Rún Karlsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Særún Birta Eiríksdóttir, Atli Fannar Pétursson, Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Anna Karen Marinósdóttir, María Bóel Guðmundsdóttir, Hlynur Karlsson, Kári Kresfelder, Andri Snær Sigurjónsson og Guðjón Berg Stefánsson.

                Umsóknir um styrk úr Afreksmannasjóðnum þurfa að berast fyrir 1. júní og 1. desember ár hvert á