Grænlendingarnir á Polar Amaroq í neyðarflotgöllum ásamt Þórarni Þórarinssyni kennara. Ljósm. Geir ZoëgaGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hefur að undanförnu verið á Akureyri þar sem starfsmenn Slippstöðvarinnar hafa unnið að því að auka frystigetuna um borð. Því verki er nýlega lokið og mun skipið halda til makrílveiða í dag. Eins og lesendum heimasíðunnar er kunnugt er Polar Amaroq í eigu grænlenska fyrirtækisins Polar Pelagic og á Síldarvinnslan þriðjungshlut í því.

 Sjóæfingar fóru fram. Ljósm. Geir ZoëgaÁ meðan unnið var í skipinu á Akureyri var efnt til öryggisnámskeiðs fyrir Grænlendingana í áhöfninni. Þórarinn Þórarinsson kennari í Slysavarnaskóla sjómanna kom norður sl. mánudag og kenndi á námskeiðinu en þörf þótti á að fara yfir allan öryggisbúnað skipsins sem Polar Pelagic festi kaup á í desember sl. Á námskeiðinu var farið yfir reykköfunarbúnað, notkun neyðarflotgalla, notkun Björgvinsbeltis, flutning á meðvitundarlausum manni og björgun úr lest svo nokkuð sé nefnt. Mikil ánægja var með námskeiðið að sögn Geirs Zoega skipstjóra enda skiptir öryggisvitund skipverja miklu máli.