Guðjón B. Magnússon. Ljósm. Hákon ErnusonGuðjón B. Magnússon. Ljósm. Hákon ErnusonGuðjón B. Magnússon hefur verið ráðinn í starf öryggisstjóra Síldarvinnslunnar. Síldarvinnslan mun leggja aukna áherslu á öryggi á vinnustöðum fyrirtækisins og er ráðning öryggiststjóra liður í framkvæmd nýrrar öryggisstefnu.
 
Samkvæmt nýrri starfsmannastefnu fyrirtækisins, sem mun fljótlega taka gildi, verða öryggisnefndir starfandi á hverri starfsstöð og síðan verði skipað öryggisráð sem hafi yfirumsjón með öryggismálum og framkvæmd öryggisstefnunnar. Öryggisstjóri mun starfa með öryggisráðinu og verða öryggisnefndunum til halds og trausts. Markmiðið með starfi öryggisstjórans er í reynd að útrýma vinnuslysum, bæta starfsumhverfi og auka vellíðan starfsmanna.
 
Guðjón B. Magnússon hefur verið vinnslustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað og mun fyrst um sinn gegna því starfi áfram til hliðar við starf öryggisstjóra. Stefnt er að því að umfang öryggisstjórastarfsins muni aukast verulega á komandi tímum og það verði fullt starf.