Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær í leiðindaveðri og mikilli ófærð. Þeir hörðustu létu það nú ekki aftra sér í að arka af stað í sína árlegu öskudagsgöngu. Var það góður hópur sem lagði leið sína til okkar og söng fyrir okkur og fékk harðfisk og blöðru að launum. Klukkan 14:00 í gær fóru svo krakkarnir á öskudagsball sem foreldrafélag Nesskóla stóð fyrir í íþróttahúsinu og var mætingin mjög góð þar.
Takk fyrir okkur krakkar