Mikið var umleikis hjá okkur í dag enda öskudagurinn. Nýtt fyrirkomulag var á þessu þetta árið og mættu krakkarnir í skólann í morgun og fylgdu þau eldri þeim yngri um bæinn ásamt kennurum. Komu um 200 krakkar því til okkar í dag svo það var líf og fjör á skrifstofunni hjá okkur.