Á laugardaginn var opið hús í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. af tilefni 50 ára afmæli félagsins sem er 11. desember. Ljósmyndasýning var á gangi fiskiðjuversins sem spannaði gróflega 50 ára söguna en myndirnar voru teknar úr bókinni Saga Síldarvinnslunnar hf. í 50 ár eftir Smára Geirsson. Bæjarbúar létu sig ekki vanta og heimsóttu okkur og fengu sér kaffi og meðlæti.
Safnahúsið í Neskaupstað var einnig opið öllum um helgina og var það vel sótt.