Síldarvinnslan mun bjóða upp á opinn fyrirlestur um karlmenn og #metoo í Egilsbúð föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Fyrirlesari verður Magnús Orri Schram stjórnarmaður UN Women á Íslandi.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um eðli #metoo byltingarinnar og sjónum beint sérstaklega að Íslandi í þeim efnum. Áhersla verður lögð á ábyrgð karlmanna í breyttum heimi.
Allir eru hjartanlega velkomnir á fyrirlesturinn.