Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða hinn 20. október sl. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs Zoëga skipstjóra og spurði hvernig gengi. „Það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur. Við erum komnir með um 900 tonn og þetta er stór og falleg loðna sem gengur vel að frysta um borð,“ sagði Geir. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að hafa nægilega mikið af góðu hráefni fyrir vinnsluna. Það er alls staðar fiskur á því svæði sem við höfum kannað. Þetta svæði er norðaustur úr Straumnesi, allt að 30 mílur inn í grænlensku lögsögunni. Ég er viss um að hægt væri að ná mælingu hér, enginn ís og mikið að sjá. Hins vegar er núna komin haugabræla á okkur. Ég verð að viðurkenna að mér er létt og það er full ástæða til bjartsýni ef miðað er við það sem við höfum séð. Manni leist ekki á blikuna þegar upplýst var um niðurstöður loðnuleiðangursins fyrr í haust en ef marka má stöðuna hérna held ég að unnt sé að gera ráð fyrir þokkalegri vertíð,“ sagði Geir Zoëga að lokum.