Loðnunótin tekin um borð í Polar Amaroq. Ljósm. Geir ZoëgaLoðnunótin tekin um borð í Polar Amaroq. Ljósm. Geir ZoëgaGrænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða frá Neskaupstað í gær. Geir Zoëga skipstjóri er bjartsýnn á að loðna finnist í túrnum. „Við munum veiða í nót og ætlunin er að byrja að leita norður af Strandagrunni Grænlandsmegin og þaðan síðan í norðaustur. Hún er þarna einhvers staðar. Það skiptir hins vegar miklu máli að veður verði sæmilegt,“ sagði Geir.
 
Þess skal getið að í veiðiferðinni mun Polar Amaroq sækja baujur fyrir grænlensku náttúrufræðistofnunina en áhöfnin á skipinu sá um að setja þær út í júlímánuði sl. Þessar baujur eru svonefndar straumbaujur sem mæla bæði strauma og hita.