Að löndun lokinni hélt Polar Amaroq á ný til veiða sl. laugardagskvöld. Haft var samband við Geir Zoëga skipstjóra í dag og lét hann vel af sér. „Siglt var á sömu slóðir og í fyrri túrnum og við tókum eitt tveggja tíma hol í gær og fengum um 400 tonn. Síðan hafa menn verið að frysta og það hefur gengið vel. Þetta er góð loðna og það flokkast sáralítið frá. Þegar við komum á miðin var mikið af loðnu að sjá og allt morandi í hval. Það er mjög líflegt um að litast,“ sagði Geir að lokum.