Polar Amaroq GR 18-49 frá Tasiilaq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonPolar Amaroq GR 18-49 frá Tasiilaq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonÍ gær var greint frá því hér á heimasíðunni að grænlenska skipið Polar Amaroq hefði fengið 350-400 tonn af loðnu norðnorðaustur af Langanesi og væri hún fryst um borð í skipinu. Auk þess að veiða mun Polar Amaroq leita að loðnu og eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun um borð. Í morgun ræddi heimasíðan við Guðmund Hallsson stýrimann og sagði hann að tekið hefði verið eitt hol fyrir vinnsluna í gærkvöldi og fengust þá 250 tonn. Verið væri að vinna þann afla um borð en skipið væri nú byrjað að sigla eftir leitarleggjunum. Sagði Guðmundur að það hefði verið „ágætt að sjá“ á blettinum sem skipið var á í gær og nú yrði spennandi að sjá hvað kæmi út úr leitinni.
 
Í morgun mátti sjá fréttir í norskum miðlum um að norska skipið Fiskebas hefði fengið 165 tonn af loðnu við Ísland og væri á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar með aflann.