Sumarið er svo sannarlega komið á Austfjörðum. Það er blíða dag eftir dag og allir brosa út að eyrum. Í gær efndi starfsfólk fiskvinnslustöðvar Gullbergs á Seyðisfirði til pylsupartís í hádeginu en þá var yfir 20 stiga hiti. Sömu hlýindi voru í Neskaupstað þar sem skrifstofufólk Síldarvinnslunnar tók íspásu um miðjan dag. Myndin sem fylgir er af starfsmönnum Gullbergs í pylsupartíinu og er hún tekin við rauðmálaðan gafl frystigeymslunnar. Brátt mun rauði liturinn hverfa því nú eru að hefjast miklar endurbætur á fiskvinnslustöðinni og blár Síldarvinnslulitur mun leysa þann rauða af hólmi.