
Alþóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur sent frá sér ráðgjöf varðandi veiðar á kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld fyrir árið 2021. Þessi ráðgjöf hefur áhrif á veiðar Íslendinga, sérstaklega hvað varðar kolmunna og norsk-íslenska síld, og skiptir máli hvað varðar afkomu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Ráðgjöfin er svofelld:
Kolmunni: Lagt er til að veiði á kolmunna verði 929.292 tonn. Ráðgjöfin fyrir árið 2020 nam 1.161.615 tonnum.
Makríll: Lagt er til að makrílveiðin verði 852.284 tonn. Ráðgjöfin fyrir árið 2020 nam 922.064 tonnum.
Norsk-íslensk síld: Lagt er til að síldveiðin 651.033 tonn. Ráðgjöfin fyrir árið 2020 nam 525.594 tonnum.
Eins og hér kemur fram er lagt til að veiðin verði minni á kolmunna og makríl en hún verði aukin á norsk-íslenskri síld.