Störf í boði í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonStörf í boði í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonUm þessar mundir er verið að fara yfir umsóknir um störf í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Um er að ræða sumarstörf og eins ráðningar fyrir makríl- og síldarvertíð sem mun væntanlega hefjast í byrjun júlímánaðar og standa fram í desember. Í fiskiðjuverinu er unnið á vöktum meðan vertíðir standa yfir og eru tekjumöguleikar góðir.

Ennþá er unnt er að sækja um starf á heimasíðu Síldarvinnslunnar (www.svn.is).