Hinn 12. janúar s.l. var framkvæmdum við rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lokið en þær höfðu þá staðið yfir í rúmt ár. Greint var frá lokum framkvæmda við rafvæðinguna hér á heimasíðunni á sínum tíma og þá voru tíundaðir þeir almennu kostir sem felast í því að nota rafmagn í stað olíu við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Í fyrsta lagi stuðlar rafvæðingin að betri nýtingu á þeirri orku sem framleidd er í landinu. Í öðru lagi er rafvæðingin umhverfisvæn framkvæmd þar sem hin græna endurnýjanlega raforka leysir olíuna af hólmi. Í þriðja lagi er rafvæðingin gjaldeyrissparandi þar sem innlend orka kemur í stað innfluttrar og í fjórða lagi mun útblástur frá verksmiðjunni minnka.
Allir þessir kostir rafvæðingarinnar liggja fyrir en hvaða áhrif skyldi hún hafa haft á störf og starfsaðstæður í verksmiðjunni? Tíðindamaður heimasíðunnar settist niður með þeim Guðjóni B. Magnússyni verksmiðjustjóra, Eiríki Sören Guðnasyni vaktformanni og Róbert Guðmundssyni þurrkaramanni og spurði þá um áhrif rafvæðingarinnar á störf þeirra.