Bjartur NK landar rallafla á Dalvík 5. mars sl. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBjartur NK landar rallafla á Dalvík 5. mars sl. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBjartur NK hélt í togararall hinn 26. febrúar sl. Segja má að rallið hafi gengið vel þó svo að tvisvar hafi þurft að gera hlé á því vegna veðurs og þá hefur bilirí einnig truflað verkefnið. Bjartur fór til Dalvíkur hinn 5. mars og landaði þar 37 tonnum. Skipinu  er ætlað að toga á 184 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svæðinu frá Hornafirði að Eyjafirði og að sögn Bjarna Hafsteinssonar stýrimanns er lokið við að toga á 84 þessara stöðva.