SVNHagnaður tímabilsins 41 milljón króna. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrir árið 2006 voru alls 9.123 milljónir króna og kostnaðarverð sölu nam 7.526 milljónum króna. Vergur hagnaður var því 1.597 milljónir króna. Aðrar tekjur samstæðunnar voru 186 milljónir króna.
Útflutningskostnaður var 502 milljónir króna, skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 203 milljónir króna og annar rekstrarkostnaður nam 114 milljónum króna. Rekstrarhagnaður var því 965 milljónir króna. Hlutdeild í tapi hlutdeildarfélaga nam 143 milljónum króna. Fjármunatekjur voru 350 milljónir króna og fjármagnsgjöld námu 1.110 milljónum króna á árinu 2006. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 58 milljónum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 17 milljónum króna og var því hagnaður ársins 41 milljón króna. Árið 2006 einkenndist af lélegri loðnuvertíð en góðri kolmunna- og síldarvertíð hjá Síldarvinnslunni. Heimsmarkaðsverð á frystum síldarafurðum lækkaði frá árinu á undan og því var aukin áhersla lög á framleiðslu á mjöli og lýsi en verð á þeim afurðum hækkaði mikið á árinu og er enn mjög gott.

Efnahagur
Heildareignir samstæðunnar í árslok 2006 voru bókfærðar á 17.596 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 12.781 milljónum króna, hlutdeild minnihluta í eigin fé nam 174 milljónum króna og var bókfært eigið fé samstæðunnar því í árslok 4.815 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 27% í lok ársins og veltufjárhlutfallið 1,2.

Horfur
Útlit er fyrir að rekstur félagsins verði góður fyrir árið 2007.

Aðalfundur
Aðalfundur Síldarvinnslaunnar hf. verður haldinn laugardaginn 14. apríl nk. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 30% arður af nafnverði hlutafjár sem greiddur verði út 30. júní 2007. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Helgason, forstjóri, í síma 660 9100.