Síldarvinnslan hefur undanfarin ár boðið starfsfólki sínu, sem er 50 ára og eldra, upp á ristilspeglun sem framkvæmd er í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hefur starfsfólkið hagnýtt sér þetta í ríkum mæli og í einstaka tilvikum hefur speglunin komið í veg fyrir alvarleg veikindi. Hingað til hefur verið hringt í starfsfólkið og því boðið að fara í speglunina en ný persónuverndarlög koma í veg fyrir að sá háttur verði hafður á lengur. Þess í stað þarf starfsfólkið að panta tíma í speglunina með því að senda skilaboð á netfangið og í skilaboðunum þarf að koma fram nafn, kennitala og símanúmer viðkomandi.
Starfsfólkið þarf að greiða fyrir ristilspeglunina en Síldarvinnslan mun síðan endurgreiða kostnaðinn við framvísun greiðslukvittunar.