Framkvæmdir hafnar við saltfiskskemmuna. Spariklædd skreiðarskemman í baksýn. Ljósm. Hákon Ernuson Framkvæmdir hafnar við saltfiskskemmuna. Spariklædd skreiðarskemman í baksýn. Ljósm. Hákon ErnusonNú eru hafnar framkvæmdir við að skipta um klæðningu á svonefndri saltfiskskemmu í Neskaupstað. Klæðningin verður að sjálfsögðu í Síldarvinnslulitunum og að framkvæmdum loknum mun saltfiskskemman hafa fengið sambærilegt útlit og skreiðarskemman sem skipt var um klæðningu á fyrir nokkru. Útlit húsanna breytist gríðarlega við nýja klæðningu og er engu líkara en að þau séu klædd í spariföt. Það er Nestak hf. sem annast framkvæmdirnar og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í haust.
 
Saltfiskskemman á sér merka sögu en húsið var byggt sem síldarverksmiðja á árunum 1966-1967. Það var hlutafélagið Rauðubjörg sem byggði verksmiðjuna. Síldarvinnslan festi kaup á húsinu árið 1973 og hóf þar saltfiskverkun árið eftir. Saltfiskverkunin var fjölmennur vinnustaður og störfuðu þar allt að 120 manns yfir sumartímann í nokkur ár. Saltfiskur var verkaður í skemmunni til ársins 1997 og í henni var einnig söltuð síld á árunum 1986-1997 eða þangað til sú starfsemi var flutt í fiskiðjuverið.