1

Nú hefur endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reiknað út svonefnt samfélagsspor Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir árið 2016. Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Til Síldarvinnslusamstæðunnar töldust árið 2016 auk móðurfélagsins Gullberg ehf., Bergur-Huginn ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Runólfur Hallfreðsson ehf. og SVN eignafélag ehf.

Hér skal getið um nokkrar athyglisverðar niðurstöður samfélagssporsins:

          Rekstrartekjur samstæðunnar námu 22,4 milljörðum króna á árinu 2016.

          Fjöldi ársverka var 347.

          Meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu var 10,9 milljónir króna.

          Samfélagssporið nam 13,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann á árinu 2016.

          Til viðbótar við samfélagssporið styrkir Síldarvinnslan ýmis konar lista- og menningarstarfsemi, björgunarsveitir, íþróttafélög, sjúkrastofnanir og fleiri samfélagsleg verkefni að upphæð 50-60 milljónir króna á ári.

          Veiðigjöld námu 600 milljónum króna árið 2016.

          Á árinu 2016 greiddi samstæðan 110 milljónir króna í kolefnisgjald.

          Alls námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum samstæðunnar 4,6 milljörðum króna á árinu 2016. Ekki eru metin margfeldisáhrif vegna kaupa á innlendum vörum og þjónustu.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um samfélagssporið. 

2

3

4

5

6

7