Verðmætasköpun Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hefur víðtæk samfélags- og efnahagsleg áhrif. Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar fyrir árið 2022 má finna samantekt um samfélagsspor samstæðunnar sem gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins.
Síldarvinnslan og dótturfélög greiddu 5.618 milljónir kr. í skatta og gjöld á árinu 2022 og innheimti 3.983 milljónir kr. á árinu af starfsfólki fyrir ríkissjóð. Samtals var því samfélagsspor starfseminnar 9.601 milljón kr. á árinu 2022. Í útreikningi samfélagsspors er dótturfélagið Vísir tekið með allt árið 2022 og er ein skýring á því að samfélagssporið hækkar mikið frá árinu 2021.
Samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar má nálgast hér