Síldarvinnslan hefur um árabil styrkt ýmis samfélagsverkefni á helstu starfssvæðum félagsins. Árið 2022 var engin undantekning á því. Í nýútkominni samfélagsskýrslu má finna samantekt yfir helstu samfélagsverkefni sem Síldarvinnslan og dótturfélög þess styrktu á árinu 2022.
Við val á styrkjum er mikil áhersla lögð á að taka þátt í uppbyggingu samfélags á hverju starfssvæði. Í þessu sambandi má til dæmis nefna styrki til björgunarsveita og Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað en sjúkrahúsið hefur verið styrkt til tækjakaupa og hefur það aukið þjónustu og öryggi íbúa. Síldarvinnslan hefur einnig styrkt starfsemi Verkmenntaskóla Austurlands með kaupum á tækjum sem nýtast í kennslu. Dótturfélagið Vísir í Grindavík hefur einnig styrkt menntaverkefni á sínu starfssvæði.
Æskulýðsstarf er styrkt árlega og einnig stakir viðburðir. Íþróttafélög eru styrkt mjög myndarlega á hverju ári til fjölbreyttra verkefna og fer oftar en ekki mesta fjárframlagið til þess málaflokks. Samtals námu veittir styrkir á árinu 2022 rétt um 141 milljón kr., þar af fóru 55 m.kr til íþróttatengdra verkefna.
Samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar má finna hér.