Síldarvinnslan einsetur sér að starfa í sátt og samlyndi við samfélagið og nærumhverfið. Í gegnum tíðina hefur tengingin við nærumhverfið verið mikill styrkur fyrir félagið. Það hefur því alltaf verið lögð mikill áhersla á að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins með veitingu styrkja til góðra málefna og ýmissa samtaka. Hefur þetta verið gert með beinum styrkjum, gjöfum eða kaupum á auglýsingum. Í þessu sambandi má helst nefna styrki til björgunarsveita og til Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað en sjúkrahúsið hefur verið styrkt til tækjakaupa og hefur það aukið þjónustu við íbúa og öryggi þeirra. Síldarvinnslan hefur einnig styrkt Verkmenntaskóla Austurlands til kaupa á kennslutækjum. Æskulýðsstarf er styrkt árlega og einnig stakir viðburðir. Íþróttafélög eru styrkt á hverju ári og fer oftar en ekki mesta fjárframlagið til þess málaflokks.

Veittir styrkir á árinu 2020 námu 47,5 milljónum króna og þar af fóru ríflega 16,2 milljónir til íþróttatengdrar starfsemi.  Björgunarsveitir voru styrktar um samtals 9,5 milljónir og þar af ríflega 8 milljónir vegna skriðufallana á Seyðisfirði í lok árs 2020.

Umfjöllun um samfélagsmál má finna í nýlegri samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar, sjá hér

Jón Sen yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað tekur á móti tæki sem Síldarvinnslan færði sjúkrahúsinu að gjöf. Ljósm. Hákon Ernuson

Starfsemi styrkt
Upphæðir í millj. kr.
Íþróttir og æskulýðsstarf              16,2
Heilbrigðistengd málefni              9,5
Björgunarsveitir                               9,2
Félagssamtök                                  5,3
Menningarmál                                 2,1
Menntamál                                      1,7
Ýmislegt annað                                3,5
Samtals                                             47,5