Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonFiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Ljósm. Smári Geirsson
Það er áframhald á góðri kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni og þessa dagana er samfelld vinnsla í fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Í Neskaupstað var lokið við að landa fullfermi úr Berki NK í fyrrinótt og verið er að ljúka við að landa 1.700 tonnum úr Hákoni EA á Seyðisfirði. Vilhelm Þorsteinsson EA er á landleið til Neskaupstaðar með 2.100 tonn.
 
Skipin hafa verið að fá allt upp í 600-650 tonna hol þegar best lætur og veður hefur að mestu verið gott frá því að veiðar hófust.