Fryst loðna á leið í pökkun.  Ljósm. Hákon ViðarssonFrá upphafi loðnuvertíðinnar hefur vinna við loðnufrystingu verið samfelld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Börkur NK kom með fyrstu loðnuna aðfaranótt 13. janúar og síðan hefur unnið á vöktum. Þegar þetta er skrifað er verið að landa úr Berki en löndun úr Bjarna Ólafssyni AK lauk í morgun. Gert er ráð fyrir að frysting á loðnu úr Berki ljúki á morgun en þá hefjist löndun úr Polar Amaroq sem enn er á miðunum.

Loðnufrystingin hefur gengið vel og er allt kapp lagt á að stýra veiðum þannig að hráefnið sem kemur til vinnslu sé ávallt sem best og ferskast.