tm logo.jpgTryggingamiðstöðin hf. veitti á dögunum forvarnarverðlaunin Varðbergið sem Lýsi hf. hlaut.  Verðlaunin hlýtur árlega viðskiptavinur Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.  TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Guðmundur Tyrfingsson ehf. og Síldarvinnslunni hf. sérstaka viðurkenningu fyrir starf í þágu forvarna.

Síldarvinnslan er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.  Einn af þeim starfsþáttum sem Síldarvinnslan leggur áherslu á er að nýráðið starfsfólk fái fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og stjórnskipulag.  Síldarvinnslan stefnir einnig að því að allir nýráðnir starfsmenn fái á fyrsta starfsdegi afhenta handbók sem inniheldur starfstengdar upplýsingar.  Handbókin liggur frammi á öllum starfsstöðvum.  Einnig er það stefna fyrirtækisins að allur aðbúnaður í vinnuumhverfinu uppfylli nútímakröfur og sé í samræmi við lög og reglugerðir um öryggi og aðbúnað á vinnustað.